sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Riðið til messu

16. júní 2015 kl. 15:37

Hestamessa Stíganda í Reykjakirkju

Sunnudaginn 21. júní munu félagar í hestamannafélaginu Stíganda ríða til messu.

"Við hittumst á Vindheimamelum kl. 13 og leggjum af stað stundvíslega k. 13.30. Ríðum að Steinsstöðum, förum yfir Fossvaðið og síðan reiðveginn. Við setjum hestana í hólf að Lækjarbakka og röltum til Reykjakirkju.Sr. Gísli Gunnarsson sér um messuna.Eftir messuna drekkum við kaffi á Steinsstöðum , leggjum á , lokum hringnum og ríðum með Vötnunum  til baka að Vindheimamelum.
Þar verður grillað og sungið, sumarið látið seytla inn í sálina þegar dagurinn er eilífur og vakir. Þeir sem ætla að taka þátt í grillmatnum, láti Agnar vita í síma  8954123 fyrir föstudagskvöld," segir í tilkynningu frá ferðanefnd Stíganda.