fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Riddarar játuðu sig sigraða

15. mars 2011 kl. 21:05

Riddarar játuðu sig sigraða

Áskorendamót Riddara Norðursins fór fram um helgina í reiðhöllinni Svaðastöðum. Áskorendamótið er árlegur viðburður þar sem félagsskapurinn Riddarar Norðursins skora á fjögur lið til að keppa við sig í fjórgangi, fimmgangi, tölti og skeiði.

Í fyrra sigruðu mótshaldararnir en í ár var annað upp á teningnum því lið Narfastaða höfðu stóra bikarinn með sér heim. Í liði Narfastaða voru knaparnir Júlía Ludwiczak, Bjarni Jónasson, Eyjólfur Þorsteinsson og Riikka Anniina.

Úrslit mótsins urður eftirfarandi:

Liðakeppni
1. Narfastaðir
2. Vatnsleysa
3. Hríshrím
4. Riddarar Norðursins
5. Lúlli Matt

Fjórgangur
1. Lúlli Matt - Viðar Bragason Amanda og Vala frá Skriðulandi, 6v. Einkunn 6.77
2. Riddarar Norðursins - Friðrik Steinsson og Fengur frá Sauðárkróki, 15v. Einkunn 6.53
3. Hríshrím - Elvar Logi Friðriksson og Stuðull frá Grafarkoti, 7v. Einkunn 6.53
4. Vatnsleysa - Egill Þórarinsson og Hafrún frá Vatnsleysu, 7v. Einkunn 6.33
5. Narfastaðir - Júlía Ludwiczak og Veigar frá Narfastöðum, 9v.  Einkunn 6.27

Fimmgangur
1. Narfastaðir - Árni Björn Pálsson-Hestur ókunnur. Einkunn 7.21
2. Vatnsleysa - Hörður Óli Sæmundsson og Sunna frá Vatnsleysu, 9v. Einkunn 6.71
3. Riddarar Norðursins - Brynjólfur Þór Jónsson og Prins frá Reykjum, 12v. Einkunn 5,76
4. Hríshrím - Sveinn Brynjar Friðriksson og Glaumur frá Varmalæk, 10v. Einkunn 5,67
5. Lúlli Matt - Ásdís Helga Sigursteinsdóttir og Hvinur frá Litla-Garði, 7v. Einkunn 4,62

Skeið
1. Hríshrím- Tryggvi Björnsson og Gjafar frá Þingeyrum, 13v.
2. Narfastaðir - Eyjólfur Þorsteinsson og Spyrna frá Vindási, 6v.
3. Vatnsleysa - Ingólfur Helgason og Ari frá Álftanesi
4. Lúlli Matt - Þór Jónsteinsson og Drottning frá Kálfsskinni, 12v.
5. Riddarar Norðursins - Björn Jóhann Steinarsson og Þyrnir frá Borgarhóli, 15v.

Tölt
1. Narfastaðir - James Bóas -Hestur ókunnur. Einkunn 7,28
2. Vatnsleysa - Björn Jónsson og Valli frá Vatnsleysu, 8v. Einkunn 6.67
3. Riddarar Norðursins - Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir og Kolgerður frá Vestri Leirárgörðum, 7v. Einkunn 6.61
4. Hríshrím - Fanney Dögg Indriðadóttir og Orka frá Sauðá, 6v. Einkunn 6.44
5. Lúlli Matt - Þorbjörn Hr. Matthíasson og Röskva frá Höskuldsstöðum, 5v. Einkunn 6.39