þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reynt verður að koma ómynduðum stóðhestum að

26. maí 2015 kl. 10:25

Tilkynning vegna röntgenmynda af hækilliðum.

Eins og fram hefur komið liggur aflestur röntgenmynda af hækilliðum stóðhesta niðri vegna verkfalls dýralækna sem starfa hjá Matvælastofnun.Af þessum sökum hefur ekki verið hægt skrá þá stóðhesta á kynbótasýningar sem ekki voru komnir með staðfestingu á hækilmyndum í WorldFeng fyrir verkfall.

RML vill koma því á framfæri við eigendur stóðhesta sem ætlunin er að sýna í vor en ekki hefur verið hægt að skrá á kynbótasýningar vegna þessa, að reynt verður að koma þeim að á þeim sýningum sem eftir eru í vor þrátt fyrir útrunna skráningarfresti, um leið og verkfall leysist eða önnur lausn fæst á málinu. Eigendum þessa hesta er bent á að hafa þá samband við RML þegar verkfall leysist til að finna lausn á skráningu þessara hesta.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá RML.