laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reynir sigrar opna flokkinn

25. febrúar 2014 kl. 12:20

Reynir Örn Pálmason Íþróttamaður Harðar vann opna flokkinn á hinum glæsilega Glitni frá Margrétarhofi. Mynd: Bjarni Sv. Guðmundsson

Úrslit frá fyrsta vetrarmóti Harðar

1.Vetrarmót Harðar fór fram laugardaginn 22.febrúar fyrir fullu húsi áhorfenda og var það mál manna að hestakosturinn væri upp á sitt besta miðað við árstíma enda sáust margir gæðingarnir á þessu móti.

Dómari var Hinrik Helgason og Þulur Ragnheiður Þorvaldsdóttir sem stjórnaði leikum með skemmtilegu yfirbragði.

2.Vetrarmót fer tram 22.mars og er í boði Margrétarhofs.

Skráning fer fram í reiðhöllinni milli kl 16:00 - 18:00 og mótið hefst á pollaflokki kl 18:30

_____________________________________________________

Opinn flokkur
Knapi:Hestur:

1Reynir Örn PálmasonGlitnir frá Margrétarhofi
2Halldór GuðjónssonOtkell frá Kirkjubæ
3Aðalheiður Anna GuðjónsdóttirKengála frá Neðri-Rauðalæk
4Halldóra Huld IngvarsdóttirDagfinnur frá Blesastöðum
5Elías ÞórhallssonStingur frá Koltursey

Karlar I
1Páll ViktorssonRöst frá Lækjarmóti
2Gylfi Freyr AlbertssonKlara frá Skák
3Sigurður ÓlafssonGloría frá Vatnsleysu II
4Vilhjálmur H. ÞorgrímssonSindri frá Oddakoti
5Ólafur HaraldssonHágangur frá

Karlar II
1Stefán HrafnkellssonMáttur frá Gíslholti
2Ragnar Páll AðalsteinssonFókus frá Brattholti

Konur I
1Halldóra Sif GuðlaugsdóttirTinni frá Laugarbóli
2Jessica VestlundDásemd frá Dallandi
3Svava KristjánsdóttirKolbakur frá Laugarbakka
4Íris Hrund GrettisdóttirKvistur frá
5Helena KristinsdóttirGlóðar frá Skarði

Konur II
1Hafrún Ósk Agnarsdóttir
Garpur frá Hólkoti
2Margrét Sveinbjörnsdóttir Blíð frá Skíðbakka
3Fía Ruth Guðmundsdóttir Lóðar frá Tóftum
4Heidi Andersen Perla frá Mosfellsbæ
5Valgerður Þorbjörnsdóttir Megas frá Oddhól

Ungmenni
1Hulda Kolbeinsdóttir Nemi frá Grafarkoti
2Hrönn Kjartansdóttir Sproti frá Gili
3Sandra Jonson Kóróna frá Dallandi
4S. Katarína Guðmundsdóttir Ást frá Hvítárholti
5Hildur Kristín Vinkill frá Ósabakka

Unglingar
1Magnús Þór Drífandi frá Búðardal
2Anton Hugi Kjartansson Skíma frá Hvítanesi
3Linda Bjarnadóttir Gullbrá frá Hólabaki
4Harpa Sigríður Bjarnadóttir Greipur frá Syðri-Völlum
5Hjördís Jónsdóttir Dynur frá Leysingjastöðum

Barnaflokkur
1Íris Birna Gauksdóttir Brynjar frá Sólvangi
2Helga Stefánsdóttir Kolskeggur frá Hæli
3 Rakel Gylfadóttir Þrá frá Skíðbakka
4 Stefanía Vilhjálmsdóttir Embla frá Lækjarhvammi
5 Pétur Ómar Þorsteinsson Hrókur frá Enni

Ljósmyndari: Bjarni Sv. Guðmundsson

Aðalheiður Anna sýndi glæsilega reiðmennsku að venju.

Hulda Kolbeinsdóttir og Nemi frá Grafarkoti fengu verðskuldað 1.sætið í Ungmennaflokk eftir stórgóða sýningu.

Makkerinn keppti og gekk bara vel !

Páll Viktorsson mætti með glæsihryssuna Röst frá Lækjarmóti og vann sinn flokk sem er Karlar I, og hér sést hann slá um sig með bröndurum enda alltaf léttur!

Á myndinni eru líka Vilhjálmur H. Þorgrímsson og Sindri frá Oddakoti.

Magnús Þór er búinn að eiga vísann titil í barnaflokki undanfarin ár og er nú nýkominn í unglingaflokk og byrjaði veturinn á að taka 1.sætið á hinum frábæra töltara Drífanda frá Búðardal.

Íris Birna Gauksdóttir og Brynjar frá Sólvangi komu sáu og sigruðu barnaflokkinn.

Halldóra Sif Guðlaugsdóttir sigraði konur I á honum Tinna frá Laugarbóli.