þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reynir Örn og Greifi efstir í fimmgangi meistaraflokks

2. maí 2013 kl. 17:56

Reynir Örn og Greifi efstir í fimmgangi meistaraflokks

Reynir Örn Pálmason og Rökkvasonurinn Greifi frá Holtsmúla standa efstir eftir forkeppni í fimmgangi meistaraflokks á Reykjavíkurmeistaramótinu sem fram fór á Fáksvæðinu í dag með 7,50. Fast á hæla þeirra í öðru sæti er Sigursteinn Sumarliðason á Skugga frá Hofi með 7,47. Viðar Ingólfsson kemur svo í þriðja sæti á Klettsyninum Seið frá Flugumýri með 7,43. Í fjórða sæti voru þeir Jakob Svavar og Alur frá Lundum með 7,40. Fimmta til sjötta sæti vermdu þeir Konsert frá Korpu og John K. Sigurjónsson og Sigurður V. Matthíasson á Mætti frá Leirubakka. Þess má geta að þetta eru allt hátt dæmdir stóðhestar og þeir sem verma þrjú efstu sætin eru allir með 9 fyrir skeið, vilja og geðslag í kynbótadómi.

Þessir fara beint í A-úrslit

7 Árni Björn Pálsson /Oddur frá Breiðholti 7,27

8 Þorvaldur Árni /Kiljan frá Steinnesi 7,23

9 Hinrik Bragason / Seifur frá Prestbakka 7,13

10 Jóhann G /Brestur frá Lýtingsstöðum 7,07

Þessir fara beint í B-úrslit og sjáum við þá aftur á laugardag kl 15:55 

eftirfarandi forkeppnistölur í þessari röð

11 Eyjólfur Þorsteinsson/ Kraftur frá efri-Þverá 6,97

12 -13 Haukur Baldvinsson/Falur frá Þingeyrum 6,80

12-13 Anna S. Valdimarsdóttir/Dofri frá Steinnesi 6,80

14 Eyjólfur þorsteinssonx/Ögri frá Baldurshaga 6,73

15 Trausti Þór/Ómur frá Kirkjuferjuhjáleigu 6,67

16 Haukur Baldvinsson/Rammur frá Höfðabakka 6,53

17 Valdimar Bergstað/Týr frá litla Dal 6,40

18 Súsanna Skvís Ólafsdóttir/Óðinn frá Hvítárholti 6,37

19 Ómar Ingi Ómarsson/Fljóð frá Horni 5,67

20 - 21 Sylvía Sigurbjörnsdóttir/Héðinn Skúli frá Oddhóli 0,00

20-21 Hulda Gústafsdóttir/Patrek frá Reykjavík 0,00

 

Á facebook síðu Fáks er hægt að fylgjast með öllum úrslitum mótsins