þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reynir og Jóhanna í öðru

6. ágúst 2015 kl. 14:24

Reynir Örn Pálmason og Greifi frá Holtsmúla

Slaktaumatöltinu er lokið

Reynir Örn Pálmason er annar eftir forkeppni í slaktaumatöltinu en hann hlaut 8.50 í einkunn. Jóhanna Margrét Snorradóttir er önnur af ungmennunum en Oda Ugland er fyrir ofan hana með 7.03 í einkunn. 

Guðmunda Ellen lenti í því óhappi að fara úr braut á slaka taumnum og hlaut því ekki einkunn. Guðmunda og Týr eru þó ekki búin því þau mæta í A úrslit í fjórgangnum á eftir. 

Lifandi niðurstöðurnar á FEIF liggja niðri og því getum við ekki birt nánari niðurstöður rétt í þessu. Þær verða birtar um leið og vefurinn kemst aftur í lag. 

A-úrslit Slaktaumatölt

1. Johanna Tryggvason - Fönix frá Syðra-Holti - DE  8,532.  

2. Reynir Örn Pálmason - Greifi frá Holtsmúla 1 - IS 8,503. 

3. Arnella Nyman - Thór från Järsta - FI  8,274.  

4. Frauke Schenzel [WC] - Óskadís vom Habichtswald - DE  8,075. 

5. Vignir Jónasson - Ivan från Hammarby - SE - 7,70

Ungmenni:
1. Oda Ugland [YR WC] - Vökull frá Kópavogi - NO  7,062. 

2. Jóhanna Margrét Snorradóttir [YR] - Stimpill frá Vatni - IS  6,773.

3.  DE  6,73  (Lucie Maxheimer [YR] - Stjörn vom Eifelhaus - DE)

4. Caroline Wangen [YR] - Láki frá Hemlu I - NO  6,735.  

5. Marvin Heinze [YR] - Myrkvi vom Quillerhof - DE 6,63