mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reynir og Guðbjartur í stuði

8. júní 2015 kl. 09:52

Guðbjartur Hjálmarsson mætti í kjólfötum eins og venja hans er. Mynd/Jón Björnsson

Norðfirðingar völdu fulltrúa sína á Fjórðungsmóti Austurlands.

Hestamannafélagið Blær á Norðfirði hélt úrtöku fyrir Fjórðungsmót Austurlands (FM2015) um helgina. Ágætt þátttaka var á mótinu og góð stemming. Fjórðungsmót Austurlands verður haldið dagana 2. - 5. júlí að Stekkhólma.

Reynir Atli Jónsson og Eyvör frá Neskaupstað hlutu hæstu einkunn Í A-flokki, 8,53 en Guðbjartur Hjálmarsson og Hulinn frá Sauðafelli urðu efstir í B-flokki með einkunnina 8,23, en þeir Guðbjartur og Hulinn urðu einning í 2. sæti í tölti með sömu einkunn og sigurvegarinn, Helgi Vigfús Valgeirsson og Blæja frá Hólum.

Niðurstöður úrslita urðu eftirfarandi:

A-flokkur

1 Reynir Atli Jónsson Eyvör frá Neskaupstað8,53

2 Valdís Hermannsdóttir Galdur frá Kaldbak 8,25

3 Ásvaldur Sigurðsson Verðandi frá Efri-Skálateigi 7,65

4 Sunna Júlía Þórðardóttir Sæstjarna frá Skorrastað 7,4

5 Dagný Ásta Rúnarsdóttir Syrpa frá Sauðanesi 6,88

 

B-flokkur

1 Guðbjartur Hjálmarsson Hulinn frá Sauðafelli 8,23

2 Guðbjörg Friðjónsdóttir Eydís frá Neskaupstað 8,21

3 Ásvaldur Sigurðsson Boði frá Efri-Skálateigi  8,16

4 Hrönn Hilmarsdóttir Röst frá Efri-Miðbæ 7,91

5 Dagný Ásta Rúnarsdóttir Vonarstjarni frá Þorbrandsstöðum 7,78

 

Unglingaflokkur

 1 Elísabet Líf Theodórsdóttir Vífill frá Íbishóli 8,13

2 Guðrún Harpa Jóhannsdóttir Gloppa frá Litla-Garði 7,89

 

Barnaflokkur

1 Þór Elí Sigtryggsson Eyvar frá Neskaupstað 8,11

Unghross

1 Valbjörn Pálsson Hátíð frá Breiðabliki

2 Milena Stegner Skarpur frá Skorrastað

 

Tölt

1 Helgi Vigfús Valgeirsson Blæja frá Hólum 6,17

2 Guðbjartur Hjálmarsson Hulinn frá Sauðafelli 6,17

3 Guðbjörg Friðjónsdóttir Eydís frá Neskaupstað 5,78

4 Ásvaldur Sigurðsson Boði frá Efri-Skálateigi 5,61

5 Guðröður Hákonarson Gáta frá Efri-Miðbæ 4,72