mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reynir maður mótsins

odinn@eidfaxi.is
12. maí 2014 kl. 09:08

Reynir Örn Pálmason og Greifi frá Holtsmúla

Systurnar frá Sunnuhvoli börðust um gullið.

Nú er glæsilegu Reykjavíkurmeistaramóti lokið en það markar upphaf utanhússkeppnistímabils okkar hestamanna. Góð þátttaka var á mótinu og veðurguðirnir því hliðhollir mestallan tíman.

Hörkutilþrif sáust á mótinu og veit hestakostur mótsins á gott fyrir komandi tímabil. Að öðrum ólöstuðum var Reynir Örn Pálmason maður mótsins en hann vann fimmgang og slaktaumatölt á Greifa frá Holtsmúla, gæðingaskeið á Ásu frá Fremri-Gufudal og 150m skeiðið á Skemli frá Dalvík. Auk þess varð hann þriðji í töltinu á Brag frá Skeljabrekku, en sigurvegari töltsins var Ragnar Tómasson á Sleipni frá Árnanesi.

Jafnframt var gaman að fylgjast með baráttu systranna frá Sunnuhvoli en svo fór að lokum að þær skiptu með sér verðlaununum þar sem Glódís vann fjórganginn á Blesa frá Laugarvatni og Védís töltið á Baldvin frá Stangarholti.