þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reykjavíkurmeistaramót

27. apríl 2017 kl. 22:35

Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hrannar frá Flugumýri á Reykjavíkurmóti 2015

Mótið verður haldið dagana 9.-14.maí n.k. í Víðidalnum

Mótið verður haldið dagana 9.-14.maí n.k. í Víðidalnum og verður WR mót. Skráning fer fram dagana 1.-4.maí (miðnætti). 

Mjög strangt verður tekið á þessum skráningarfresti, ekki verður hægt að skrá eftir að honum lýkur og ekki verður tekið við skráningum sem berast með tölvupósti, þ.e. allar skráningar skulu fara í gegnum Skráningarkerfi Sportfengs:http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Í boði verða eftirtaldar greinar og flokkar ef næg þátttaka næst:

 • F1 fimmgagur – meistaraflokkur
  F2 fimmgagur – unglingar, ungmenni, 2.flokkur, 1.flokkur
  V1 fjórgangur – meistaraflokkur
  V2 fjórgangur – börn, unglingar, ungmenni, 2.flokkur, 1.flokkur
  V5 fjórgangur – minna vanir
  T1 tölt – meistaraflokkur
  T3 tölt – börn, unglingar, ungmenni, 2.flokkur, 1.flokkur
  T2 slaktaumatölt – meistaraflokkur
  T4 slaktaumatölt – unglingar, ungmenni, 2.flokkur, 1.flokkur
  T7 tölt – 17 ára og yngri
  T7 tölt – opinn flokkur
  PP1 gæðingaskeið – meistaraflokkur, 1.flokkur, 2.flokkur, ungmenni, unglingar
  P1 250m skeið
  P2 100m skeið
  P3 150m skeið

Í ár verða settar fjöldatakmarkanir í ákveðna flokka og vegna þessa mun aðeins vera tekið við skráningum frá Fáksfélögum þann 1.maí. Keppendur úr öðrum félögum geta svo byrjað að skrá þann 2.maí. Fáksfélagar, munið að félagsgjöldin skulu vera greidd áður en skráning getur farið fram.

Dagskrá verður á þá leið að fjórgangur verður á þriðjudegi og miðvikudegi, fimmgangur á fimmtudegi og tölt á föstudegi. Athugið þó að þetta fer alveg eftir skráningu og eru þess vegna drög.

Skráningargjöldin verða þau sömu og 2016:

 • Meistaraflokkur – 6.500 kr. (nema gæðingaskeið 6.000 kr
  1.flokkur, 2.flokkur og ungmennaflokkur – 6.000 kr.
  Unglingaflokkur og barnaflokkur – 4.500 kr.
  Kappreiðaskeið – 4.500 kr.

Hér er nýjasta útgáfan af lögum og reglum LH og FEIF, keppendur eru ábyrgir fyrir því að kynna sér þær: http://www.lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/2017/lh_logogreglur_28032017_prent.pdf

Mótanefnd Fáks