föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reykjarvíkurborg ákvarðar um rekstrarleyfi

27. apríl 2012 kl. 16:53

Reykjarvíkurborg ákvarðar um rekstrarleyfi

Reykjavíkurborg ákvarðar hvort rekstrarleyfi fáist fyrir verslunar- og veitingarstarfsemi á gamla hundahótelinu í Víðidal, Brekknaási 8, að er fram kemur í tilkynningu frá hestamannafélaginu Fáki.

 
„Að gefnu tilefni þar sem töluverð umræða hefur verið um nýja starfsemi í gamla hundahótelinu í Víðidal vill stjórn Hestamannafélagsins Fáks árétta það að það er Reykjavíkurborg sem gefur út tilskilin leyfi fyrir verslunar- og veitingarekstri að uppfylltum skilyrðum borgarinnar en ekki Hestamannafélagið Fákur. 
Í deiliskipulagi Reykjavíkurborgar er heimild til að hafa í húsnæðinu dýraspítala eða hundahótel. Til að hefja aðra starfsemi þarf að breyta deiliskipulagi og uppfylla aðrar kröfur sem Reykjavíkurborg setur varðandi tilskildan rekstur. Byggingafulltrúi og skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hafa í tvígang hafnað umsóknum um breytingum á nýtingu húsnæðisins samanber meðfylgjandi tilvitnun í fundargerðir byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar.
 
“671. fundur 2012 Afgreiðsla byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar
Umsókn nr. 44086 (04.76.410.3) 
551211-0450 Brekknaás 9 ehf. 
Þinghólsbraut 69 200 Kópavogur 
260876-3419 Gunnar Ísdal Pétursson 
Suðurhóp 10 240 Grindavík 
191083-2109 Rebecca Hennermark 
Svíþjóð 
4. Brekknaás 9, Breyting á innra skipulagi 
Sótt er um leyfi til að breyta dýrahóteli í veitinga- og verslunarhúsnæði í húsi á lóð nr. 9 við Brekknaás. 
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 3. febrúar 2012 fylgir erindinu. 
Gjald kr. 8.500 
 
Synjað. 
Samræmist ekki deiliskipulagi.
 
--------------------------------------------------------------------------------
381. fundur Skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar 2012
Brekknaás 9, Breyting á innra skipulagi Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. janúar 2012 þar sem sótt er um leyfi til að breyta dýrahóteli í veitinga- og verslunarhúsnæði í húsi á lóð nr. 9 við Brekknaás. 
Gjald kr. 8.500
Neikvætt. Notkunarbreyting samræmist hvorki aðalskipulagi né deiliskipulagi”