sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Réttarstemning um helgina

21. september 2011 kl. 10:31

Réttarstemning um helgina

Framundan er ein stærsta réttahelgi ársins, en skv. Bændasamtökunum mun vera réttað á sex stöðum á föstudag og laugardag.  Þar á meðal er hin sívinsæla Laufskálarétt sem laðar að um 3000 gesti árlega. Má því búast við margmenni í Skagafjörðin um helgina.

 
Auk Laufskálaréttar mun á föstudaginn vera réttað í Deildardalsrétt og Árhólarétt í Unadal. Í Austur-Húnavatnssýslu mun vera réttað í Undirfellsrétt í Vatnsdal á laugardag kl. 10 og síðan í Auðkúlurétt kl. 16. Í Vestur-Húnavatnssýlu verðu réttað í Þverárrétt í Vesturhópi á laugardaginn kl. 13.
 
Nóg um að vera í Skagafirði
 
Skagfirðingar hafa augljóslega tekið höndum saman undirbúið helgina vel. Bjóða þeir upp á fjölbreytta dagskrá fyrir þá fjölmörgu sem ætla að skella sér í fjörðinn um helgina. Margir ætla að opna dyrnar sínar fyrir gestum og gangandi, t.d. verður vinnustofa AJ-Leðursaums að Hjaltastöðum með vörur til sýnis og sölu milli kl. 10 og 19 daganna 23.-25. september. 
 
Fimmtudagur 22. september
  • Stórmyndin Captain America verður sýnd í Króksbíó, Sauðárkróki kl. 20. 
Föstudagur 23. september
  • Stóðréttir verða í Árhólarétt í Unadal og Deldardalsrétt. Tímasetningar eru óljósar.
  • Skeiðfélagið Kjarval stendur fyrir skeiðkappreiðum á félagssvæði Léttfeta, Fluguskeiði á Sauðárkróki. Mótið hefst kl. 16 en í beinu framhaldi af henni verður sölusýning á sama stað.
  • Í Reiðhöllinni Svaðastöðum kl. 20.30 munu Skagfirðingar slá upp stórsýningu og ekta skagfirsk gleði í aðdraganda Laufskálaréttar. Á dagskrá verður skeiðkeppni í boði Hótel Varmahlíðar, stórsýning með þar sem glæstir hestar og knapar í fremstu röð koma fram, munsturreið, stóðahestakeppni, upprennandi gæðingar sýna listir sínar, ásamt Íslandsmeisturum og fingrafimum trúbadorum.
Laugardagur 24. september
  • Stóðréttir verða í Laufskálarétt í Hjaltadal og hefjast kl. 12 eftir að rekið hefur verið úr Kolbeinsdal. Laufskálarétt er allra jafna mest sótta stóðarétt landsins og geta því allir búist við gríðarlegu fjöri.
  • Laufskálaréttarball verður svo haldið í Reiðhöllinni Svaðastöðum um kvöldið og hefst það kl.  23. Hljómsveitin Von ber ábyrgð á fjörinu á þessum rómaða réttardansleik ásamt  Matta Matt, Vigni, Jogvani, Magna og Siggu Beinteins. 
Sunnudagur 25. september
  • Þeir sem hugsa sér til hreyfings á sunnudaginn geta litið við í kaffi og kleinur á Varmalandi í Sæmundarhlíð milli kl. 11-17 því þar opnar fjölskyldan á Varmalandi og Sólveig Stefánsdóttir hesthúsið fyrir gesti til að skoða vel ættuð folöld, trippi og tamin hross sem sem til sölu eru hjá Varmalandi og Miðsitjuhestum ehf. Nánari upplýsingar í s. 895-8182.