miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Réttar upphitun

22. september 2013 kl. 16:12

Opið hús í Vatnsleysu

sölu undan 1 verðlauna stóðhestinum Lord en í sumar voru margar af þekktustu hryssum landsins hjá honum. 
Það hefur oft myndast skemmtileg stemming hjá okkur á Vatnsleysu í kringum Laufskálaréttirnar og verður árið í ár engin undantekning. Því að lokinni sölusýningu verður hitað upp fyrir reiðhallarsýninguna með söng og gleði. 
Allir sem skrá mætingu (mæti/join) verða með í happdrætti þar sem dregnir verða út folatollar undir stóðhesta búsins, nýju Hrímnis mélin, og fleira.
Nánari upplýsingar um söluhrossin og dagskránna munu birtast á vefsíðu okkar www.vatnsleysa.com
Hlökkum til að sjá ykkur !
Björn og Arndís