laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rétt svör í spurningakeppninni

odinn@eidfaxi.is
9. desember 2014 kl. 11:30

Frakkur frá Langholti, knapi Erlingur Erlingsson

Mikil þátttaka í spurningarkeppni Eiðfaxa um hrossarækt.

Fyrir helgi voru settar fram tíu spurningar um hrossarækt. Talsverður áhugi var á keppninni en rúmlega fimmtíu aðilar sendu inn svör.

Hér eru rétt svör úr keppninni.

Rétt svör eru:

1.       Hver er hæst dæmda dóttir Ófeigs frá Flugumýri? Salka frá Litlu-Sandvík

2.       Hver er hæsti hæfileikadómur Orra frá Þúfu?  8,61 fyrir hæfileika

3.       Hvaða ár hlaut Gáski frá Hofsstöðum heiðursverðlaun?  Árið 1990

4.       Hvað hefur Erlingur Erlingsson sýnt mörg hross yfir 9,00 fyrir hæfileika?  Þrjú (Frakkur frá Langholti, Bringa frá Feti og Tenór frá Túnsbergi)

5.       Á hvaða hryssu hefur Jakob Svavar Sigurðsson náð hæstri aðaleinkunn á? Orka frá Einhamri

6.       Hvað hafa mörg afkvæmi Kröflu frá Sauðárkróki hlotið Heiðursverðlaun? Fjögur (Katla, Kraflar, Keilir og Samba)

7.       Hver er hæst dæmda dóttir Sunnu frá Akranesi?  Þorlfríður frá Skagaströnd (8,41)

8.       Hver þessara stóðhesta á flest afkvæmi skráð í Worldfeng?

a.       Stáli frá Kjarri

b.      Álfur frá Selfossi

c.       Sær frá Bakkakoti

Stáli (540), Álfur (560), Sær (738)

9.       Hvað hafa mörg hross hlotið 10,0 fyrir fet í kynbótadómi?  Fimm Sokki frá Omø,  Hrafnkatla L52 frá Leirubakka, Erla frá Hofsstaðaseli, Gyðja frá Vindási og Heljar frá Stóra-Hofi              

10.   Hvaða hross hefur lægstu hæfileikaeinkunn sem gefin hefur verið? IS1975277002 - Þruma frá Stórulág (5,70)

En það er Sigurður Örn Bernhöft sem var einn þeirra sem hafði öll svörun rétt og hlýtur netáskrift að Eiðfaxa í verðlaun.