mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rétt skal standa

Óðinn Örn Jóhannsson
29. apríl 2019 kl. 08:48

Viðar og Ragnar á Ræktun.

Leiðrétting á umfjöllun um Ræktun 2019.

Í umfjöllun um sýninguna Ræktun 2019 var það sagt að Hrossaræktarsamtök Suðurland hefðu staðið fyrir sýningunni í nítján ár. Þetta hafði blaðamaður Eiðfaxa eftir þulum sýningarinnar en í framhaldi af því var bent á að það hafi verið Örn Karlsson á Ingólfshvoli sem setti á fót sýningarnar Ræktun, ungfolasýning, folaldasýning. Hann eftirlét Hrossaræktarsamtökum Suðurlands þær til fjáröflunar eftir að upp úr samstarfi við hestamannafélagið Fák slitnaði, en Fákur og samtökin höfðu haldið sameiginlega sýningu í áraraðir í Reiðhöllinni í Víðidal. Örn hafði áður halda þessar sýningar í nokkur ár áður en ég eftir lét samtökunum þær.

Ræktun var með núverandi sniði sem hún er frá upphafi, nema að inn í hana fléttaðist einnig kynning á þeim ungfolum sem unnið höfðu ungfolasýningu nokkru áður. Á þessum sýningum fóru einnig fram viðurkenningar sem var nýlunda, t.d.  Heiðurshryssa Suðurlands þar sem hryssur sem ekki stóðu hátt í kynbótamati en höfðu skilað góður hrossum inn í ræktunina voru heiðraðar. En einnig var þar í fyrsta sinn veitt verðlaun fyrir kynbótaknapa ársins. Þess má geta að árið 1999 var sá titill fyrst kynntur til sögunnar og hlaut Þórður Þorgeirsson.

Rétt er að umfjöllun um það sem fer fram í hestamennskunni sé rétt sett fram og að staðreyndir standi liggi þær fyrir. Eiðfaxi biður Örn velvirðingar á þessum mistökum en þakkar Erni jafnframt fyrir sitt óeigingjarna starf sem hann hefur lagt að mörkum í uppbyggingu greinarinnar og þá sér í lagi uppbyggingu Ingólfshvols og þeirrar starfsemi sem þar hefur verið um árabil.