fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðanmenn vilja Landsmót á Akureyri

odinn@eidfaxi.is
13. október 2014 kl. 21:54

Frá opnunarhátíð Landsmóts hestamanna 2014.

Umræður um framtíð Landsmóta fór fram á norðan heiða á laugardag.

Á laugardaginn fór fram í Léttishöllinni á Akureyri fyrri fundurinn af tveimur sem LH og Landsmót ehf standa fyrir og fjallar um stöðu og framtíð Landsmóta.

Um tuttugu manns mættu á fundinn, en á honum var farið yfir fjárhagslega útkomu Landsmótsins á Hellu síðasta sumar. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hinum almenna félagsmanni eru kynntar rekstrarniðurstöður stórmóts. Fundarmenn hrósuðu forsvarsmönnum LM2014 fyrir að upplýsa hestamenn um hvernig rekstur stórmóta gengur fyrir sig og hvernig tekjur og gjöld skiptast.

Í máli fundarmanna kom fram að tími stórmóta á melasvæðum landsins væri liðin og að rétt væri að færa mótin nær þéttbýlinu. Nefndu menn að rétt væri að halda stórmót norðan heiða frekar á Akureyri frekar en Vindheima,- eða Melgerðismelum.

Næst verður málfundur í Harðarbóli í Mosfellsbæ, á morgun þriðjudag kl 18-20:00. Þar verður rætt um stöðu og framtíðarhorfur landsmótahalda og eru allir hestamenn hvattir til að mæta.