sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rekstur Hólaskóla í jafnvægi

5. október 2011 kl. 22:53

Frá útskrift nemenda á hestabraut Hólaskóla.

RÚV fór rangt með staðreyndir

Rekstur Hólaskóla hefur verið í jafnvægi síðastliðin þrjú ár. RÚV hermdi ranglega í frétt í gær að Hólaskóli hefði farið fram úr fjárheimildum um 220 milljónir á umræddum tíma og hefur beðist velvirðingar á mistökunum. Hólaskóli er hins vegar ennþá að burðast með uppsafnaðan halla frá fyrri tíð. Sjá leiðréttingu frá RÚV HÉR.

Eins og öllum hestamönnum er ljóst hefur hestabrautin á Hólaskóla mikla þýðingu fyrir hestamennskuna, bæði hér heima og í FEIF löndunum ytra. Beðið er með nokkurri eftirvæntingu eftir því hver tekur við stöðu rektors á Hólum, en staðan hefur verið auglýst laus til umsóknar.