miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rekið heim að Eystra-Fróðholti

14. september 2012 kl. 13:29

Rekið heim að Eystra-Fróðholti

Árlega eru haldnar stóðréttir í Eystra-Fróðholti og í ár verða þær haldnar 6. október. En eftirfarandi tilkynning birtist á heimasíðu þeirra.

"Nú fer, enn og aftur, alveg að líða að okkar árlegu stóðréttum en í ár verða þær haldnar laugardaginn 6. október kl 13:30.
 
Fyrst mun vera reiðsýning á nokkrum hrossum úr okkar ræktun og svo verður haldið út í hólf þar sem hægt verður að skoða folöld, trippi og fleiri hross til kaups.
 
Þessar stóðréttir hafa lukkast einstaklega vel undanfarin ár og er orðið að árlegum viðburði hjá okkur.
Boðið verður upp á heita súpu, matreidda af húsfrúnni, til að ylja sér með. 
 
Endilega takið því daginn frá og lítið við!"