fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rekið heim að Eystra-Fróðholti

17. október 2014 kl. 10:50

Spá frá Eystra-Fróðholti, knapi Daníel Jónsson.

Stóðréttir.

Síðustu ár hafa þau í Eystra-Fróðholti haldið stóðréttir að hausti til, en vegna óviðráðanlegra aðstæðna voru þær ekki haldnar í fyrra. Það hefur verið ákveðið að halda við þessum skemmtilega viðburði og vilja þau bjóða alla velkomna heim að Eystra-Fróðholti laugardaginn 25. október kl 13:30. 

Fyrst mun vera reiðsýning á nokkrum hrossum úr þeirra ræktun, bæði áður þekktum og öðrum álitlegum og svo verður haldið út í hólf þar sem hægt verður að skoða hross á öllum aldri til kaups.

Þessar stóðréttir hafa lukkast einstaklega vel undanfarin ár og er orðið að (nánast) árlegum viðburði hjá okkur.
Boðið verður upp á heita súpu, matreidda af húsfrúnni, til að ylja sér með.