sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðtúr er ekki gefinn

Jens Einarsson
13. desember 2010 kl. 10:44

Dæmi um að fólk sameinist um hross

Kostnaður við hestahald hefur aukist eins og flest annað síðustu misseri. Nú kostar orðið um 30 þúsund krónur að hafa hest í hirðingu og fóðrun á höfuðborgarsvæðinu. Er þá innifalið básaleiga, fóður og spænir (undirburður). Heyrst hafa tölur upp í 36 þúsund á hest. Þannig að fjölskyldameð fjóra hesta í "pension" þarf að greiða um 120 þúsund á mánðuði fyrir fóður og hirðingu, fyrir utan annan kostnað sem fylgir þessu skemmtilega en jafnframt kostnaðarsama sporti.

Dæmi eru um að fólk sameinist um að halda hest og skiptist á að nota hann; hafi þá ákveðna daga í viku. Ennþá er mun ódýrara að halda hross úti á landi og skýrist það fyrst og fremst af því að básaleiga, sem helst nokkuð í hendur við markaðsverð á hesthúsum, er mun lægri þar en á höfuðborgarsvæðinu.