mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reist og frjálsleg á Vindheimamelum

27. júní 2011 kl. 10:15

Sigurður Ævarsson, mótsstjóri á LM2011.

Forkeppni gengur hnökralaust

Sigurður Ævarsson, mótsstjóri á LM2011, er afar ánægður með upphaf Landsmótsins. Hann segir að forkeppni barna og unglinga hafi gengið hnökralaust fyrir sig. Einn keppandi hafi komið skemmtilega á óvart.

„Við fórum þrjár mínútur fram yfir auglýst dagskrárlok, sem voru klukkan 18.00 í gær. Allt gekk eins og smurð vél. Það var verulega gaman að sjá Glódísi Rún Sigurðardóttur á Kamban frá Húsavík í barnaflokknum, en hún stendur efst eftir forkeppnina með 8,70. Hún stóð sig vel í úrtöku hjá Sleipni, en kom samt á óvart hér í gær. Það var gott samspil hjá knapa og hesti,“ segir Sigurður.

Um það hvort breytingar séu á reiðmennsku og hestakosti frá því á LM2008, segir Sigurður: „Við vorum einmitt að ræða það hér í gærkvöldi að okkur finnst áberandi hve lítið sést af hnoðuðum höfuðburði, sem var nokkuð áberandi á LM2008. Það virðist sem umræðan síðustu misserin hafi haft áhrif. Flest hrossin eru hér í gamla góða íslenska höfuðburðinum, reist og frjálsleg.“