fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðhöll Sleipnis á Selfossi risin

Jens Einarsson
23. júní 2010 kl. 13:18

Sjálfboðavinna að stórum hluta

Reiðhöll Sleipnismanna á Selfossi er nú fokheld og vel það. Búið er að klæða húsið að utan og ekkert því til fyrirstöðu að höllin verði farin að þjóna hlutverki sínu á haustdögum. Félagar í Sleipni hafa verið duglegir í sjálfboðavinnu í vetur og vor og hefur oft verið kátt á hjalla. Þá hafa verktakar og einstaklingar á svæðinu gefið vinnu og efni til byggingarinar.

Höllin er Límtréshús frá BM Vallá – Límtre, 25x50 metrar að flatarmáli. Gert er ráð fyrir áhorfendasvæði fyrir allt að tvö hundruð manns, en að reiðgólfið verði 20x40 metrar. Sleipnir fékk 25 milljónir úr reiðhallarsjóði Guðna Ágústssonar til byggingarinnar, en stefnt er að því að fjármagna rest með sölu hlutdeildarskírteina. Sveitarfélagið Árborg lagði til lóð og tilheyrandi stofngjöld endurgjaldslaust.

Nánar verður fjallað um Reiðhöll Sleipnismanna í blaðinu Hestar og hestamenn þegar hún verður formlega vígð.