mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðvegir ruddir

8. febrúar 2011 kl. 11:02

Reiðvegir ruddir

Eiðfaxi var á ferðinni fyrir austan fjall í veðurblíðunni mánudaginn 8.feb. Þar keyrði hann framá hrossabóndann Svein í Litlalandi...

Hann var að ryðja snjónum af reiðveginum. Aðspurður sagði Sveinn að hann væri með töluvert af hrossum á járnum heima og væri heimilisfólkið að þjálfa þau. „Við erum reyndar með eitthvað af hrossum annarsstaðar í þjálfun hjá fagfólki sem við verslum við“ sagði Sveinn og var rokinn burt í snjóskýi.