sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðtygi til forna

14. ágúst 2013 kl. 19:03

Höfðingjahnakkur frá 18.öld. Hnakkurinn er allur leðurklæddur og látúnsbúin með skrautverki á bríkum og hnakkkúlu.

Þjóðminjar samofnar sögu íslenska hestsins

Algengasta áreiði almennings frá þjóðveldi til iðnvæddra söðlasmíða á 19. öld var reiðþófi. Það var dýna úr ullarþæfu sem lögð var undir söðulinn. Hann var mjúkur og fór vel með hest og mann ef hann var vel gerður. Gjarðir voru yfirleitt úr hrosshári eða ull, ofnar eða brugðnar, og hétu eftir útlitinu: tenntar, tíglóttar eða oddabrugðnar. Leðurgjarðir voru fátíðari. Gjarðahringjur voru steyptar úr kopar og oft skrautlegar. Þær voru einnig til úr öðrum málmum.

 

Leifar söðla sem lagðir voru í kuml með heiðnum mönnum benda ekki til mikils íburðar. Fátt hefur fundist annað en gjarðakengir,bólur og ísbroddar. 

Myndverk listamanna frá miðöldum sýna hins vegar skreytta söðla sem líta út eins og djúpir stólar og voru sennilega kallaðir standsöðlar, sem var ríkjandi söðulgerð á Íslandi fram yfir 1600.

Þessi látunsbúni, aldrifni, hellulagði sveifarsöðull kallaðist einnig hellusöðull.  Þessi kvensöðull er allur íslensk smíði.

Heimildir: þjóðminjasafnið