miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðsýning brautskráningarnema

18. maí 2019 kl. 19:22

Árný Oddbjörg Oddsdóttir ásamt Antoni Páli Níelssyni og Mette Mannseth

Mikið var um dýrðir heima á Hólum í dag. Árný Oddbjörg Oddsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur á lokaprófi í reiðmennsku.

Hin árlega reiðsýning Hólanema fór fram í dag, laugardaginn 18. maí. Þessi sýning hefur skapað sér sess sem hápunktur lokadagskrár hjá BS-nemum í reiðmennsku og reiðkennslu, sem nú hafa lokið öllum sínum prófum.

Nemendur sýndu í verki margt af því sem þeir hafa lært í reiðmennsku í þriggja ára námi sínu hér við skólann. Mette Mannseth, yfirreiðkennari skólans, lýsti því sem fram fór jafnóðum fyrir áhorfendum sem voru fjölmargir.

Í lok sýningar færði Súsanna Sand Ólafsdóttir, formaður FT, nemana í hina bláu einkennisjakka, með rauða kraganum. Hún veitti auk þess viðurkenningu fyrir besta árangur á lokaprófi í reiðmennsku og var það að þessu sinni Árný Oddbjörg Oddsdóttir sem vann til hennar. Hún hlaut einnig Morgunblaðshnakkinn, sem veittur er fyrir besta heildarárangur í öllum reiðmennskugreinum í BS-námi í reiðmennsku og reiðkennslu

 Sýningin var haldin á reiðvelli Hólaskóla og var felld inn í dagskrá hestaíþróttamóts UMSS og Skagfirðings, sem haldið er heima á Hólum um helgina.

Hér er mynd af öllum hópnum en alls kláruðu 12 nemendur BS-nám í reiðmennsku og reiðkennslu.

Á myndinni eru talið frá vinstri; Ann-Kathrin Berner, Lea Busch, Árný Oddbjörg Oddsdóttir, Annie Ivarsdottir, Jósef Gunnar Magnússon, Halldór Þorbjörnsson, Axel Örn Ásbergsson, Elín Magnea Björnsdóttir, Veronika Macher, Johannes Amplatz, Pia Rumpf, Larissa Silja Werner og Mette Mannseth yfirreiðkennari