föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðsýning brautskráningarnema á Hólum

18. maí 2015 kl. 10:45

Hólaskóli

Sýningin er felld inn í dagskrá Hólamótsins í hestaíþróttum.

Hin árlega reiðsýning brautskráningarnema í reiðmennsku og reiðkennslu verður haldin núna á laugardaginn. Sýningin er felld inn í dagskrá Hólamótsins í hestaíþróttum, sem er World Ranking mót á vegum hestaíþróttaráðs UMSS. Mótið er haldið á reiðvelli skólans, fyrir framan Þráarhöllina.

Reiðsýningin hefst kl. 13:00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Eftir frammistöðu hópsins á reiðkennslusýningunni á Svaðastöðum í apríllok er óhætt að reikna með að hún verði með glæsibragði og veðurútlitið lofar ekki síður góðu.

Þetta kemur fram í frétt frá Hólum.