mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðskólinn er hjartað okkar

25. júní 2015 kl. 15:20

"Það að sjá barn í fyrstu snertingu við dýrið og sjá það svo nokkrum árum síðar á útreiðum um dalinn snertir viðkvæma taug," segir Sigurður Vignir sem hér aðstoðar dóttur sína Helgu Rún, 1. árs.

Edda Rún og Sigurður hafa starfrækt Reiðskóla Reykjavíkur frá 2001.

Á sumrin sækja 700-800 börn á aldrinum 6-15 ára Reiðskóla Reykjavíkur, sem Edda Rún Ragnarsdóttir og Sigurður Vignir Matthíasson starfrækja í Víðidal. Það hafa þau gert síðan árið 2001. „Ég hef unnið við reiðskóla síðan á unga aldri og þekki slíka starfsemi því vel. Það er ótrúlega gefandi að vinna með börnum. Maður fær alla þá orku sem maður gefur í starfið margfalt til baka,“ segir Edda Rún.

Sigurður er sama sinnis. „Reiðskólinn er hjartað okkar. Það að sjá barn í fyrstu snertingu við dýrið og sjá það svo nokkrum árum síðar á útreiðum um dalinn snertir viðkvæma taug. Við höfum séð tugi dæma um slíkt. Það er í raun ótrúlegt að líta yfir farin veg og sjá hvað við höfum skapað inn í hestamennskuna.“

Edda Rún og Sigurður eru í viðtali í 6. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.