laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðnámskeið

17. október 2016 kl. 11:20

Yoni Blom

Grunnnámskeið í reiðmennsku sem byggir á líffæra- og aflfræði hesta.

Kennarar: Feðginin Yoni Blom og Guy Blom frá Hollandi

 

Guy Blom (f. 1958)  - Hefur stýrt reiðskóla í Hollandi fyrir íslenska hesta síðan 1979. Hann er menntaður sjúkraþjálfari, dýrasjúkraþjálfari, hestakírtópraktor og er kennari í dýrasjúkraþjálfun við CDB Barneveld Hollandi (skóli fyrir þjálfun og umhirðu dýra).

Yoni Blom (f. 1985) – Sjúkraþjálfari, dýrasjúkraþjálfari. FeiF-þjálfari B-C. Hefur tekið þátt í 6 heimsmeistaramótum íslenska hestsins. Hún komst 5x í B – úrslit og 1x í A úrslit á Tyrson frá Saringhof. Á graðhestinum Bjarti frá Aquadraat komst hún í B – úrslit í fjórgangi í Herning (2015). Hún er með sína eigin þjálfunar- og endurhæfingarstöð á bóndabæ foreldra sinna í Sint Oedenrode í Hollandi.

Guy og Yoni hafa víðtæka reynslu í ofangreindri kennslu, hafa ferðast víða með námskeiðin og eru mjög eftirsótt. Það er því fengur fyrir íslenska reiðmenn og knapa að fá þau til landsins og að njóta fagþekkingar og reynslu þeirra til þess að bæta ásetu, byggja hestinn rétt upp í þjálfun og fyrirbyggja eða leiðrétta vandamál.  Farið verður yfir líffærafræði, aflfræði vöðva og eðlilega hreyfingu hestsins. Þau fjalla jafnframt um hreyfingu fóta og baks, fara í yfirlínuna og út frá því rétta uppbyggingu hestsins.

Kennslan byggir á fyrirlestrum, sýnikennslu og reiðkennslu.

Þátttakendur geta tekið með sér eigin hest.

Hvar:  Reiðhöll Eldhesta í Ölfusi

Hvenær:  29. október  -  30. október

Verð:  32.000 kr, innifalið er kaffi og meðlæti.

 Hægt er að kaupa hádegismat á sanngjörnu verði á Hóteli Eldhesta

Skráning:  sendið póst á:   bjorgolafsdottir@gmail.com eða hringið:  896 8181

Einnig er hægt að fara inn á Facebook/viðburðir og skrá sig þar:  https://www.facebook.com/events/1567000683608258/

FT styrkir sína félaga um 10.000 kr.