miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðnámskeið á vegum FT

20. mars 2014 kl. 11:28

Félag tamningamanna

Í kringum hestadaga.

Reiðnámskeið á vegum FT fyrir almenning dagana 4.- 6. apríl 2014 í reiðhöllinni í Borgarnesi

Boðið verður uppá helgarnámskeið þar sem áhersla er lögð á samspil milli manns og hests og að auka mýkt og léttleika. Þrír útskrifaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum munu sjá um kennsluna, þær Christina Mai, Sina Scholz og Sjöfn Sæmundsdóttir. Uppbygging námskeiðsins eru einkatímar, hópatímar, fyrirlestur og sýnikennsla. Námskeiðið byrjar kl: 17 á föstudaginn með einkatímum og endar með opinni sýnikennslu á sunnudaginn sem hefst kl: 18. Kennsla miðast við þarfir og óskir hvers og eins. 
Þátttakendur þurfa að hafa náð 14 aldursári og vera vanir á hestbaki. 
Námskeiðsgjald 25.000 kr. Frítt hesthúsapláss í reiðhöllinni fyrir félagsmenn Skugga og Faxa.

Skráningarfrestur er til 26. mars hjá sina@mail.holar.is.
Nánari upplýsingar má fá í s. 893-8279 Sina eða 843-9156 Ingvar.