laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðnámskeið á Sauðárkróki

20. febrúar 2014 kl. 15:20

Reiðnámskeið hjá þriðja árs nemum við Háskólann á Hólum, 2014

Kennslan er einstaklingsmiðuð út frá hverjum nemanda og hesti hans

Haldið verður reiðnámskeið á Sauðárkróki í næstu viku: 24/2, 27/2 og 28/2, milli 18.00-22.00. Tímarnir eru einkatímar og eru þeir 30 mín. í senn. 

Þriðja árs nemendur frá Hólaskóla sjá um reiðnámskeiðið og verður það haldið í Svaðastaðahöllinni. Öll kennslan er einstaklingsmiðuð út frá hverjum nemanda og hesti hans. Hver nemandi fær kennara sem sér um alla kennslu fyrir hann meðan á námskeiðinu stendur.

Námskeiðið er ætlað nemendum 16ára og eldri. Nemandi kemur með sinn eigin hest.

Námskeiðið er frítt. Takmarkað pláss.

Hægt er að skrá sig og senda spurningar á petronellahannula@gmail.com