sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðnámskeið á Miðfossum

20. mars 2014 kl. 16:00

Undirbúningur fyrir tölt

Dagana 22-23 mars verður haldið reiðnámskeið fyrir áhugasama hestamenn. Á námskeiðinu verður farið í undirbúning fyrir tölt með fimiæfingum og töltþjálfun. 

Kennararefni eru nemendur við 3 ár í Hólaskóla þau Arnar Bjarki Sigurðarson, Ásta Kara Sveinsdóttir og Johanna Schultz

Nemendur þurfa að vera nokkuð vanir og mæta með hest sem er í nokkuri þjálfun og hesturinn þarf að búa yfir gangtegundinni tölt. Nemendur eiga að koma með sinn eigin hest, reiðtygi og viðeigandi reiðfatnað.

Til að skrá sig er hægt að senda upplýsingar á netfangið asks@mail.holar.is og arbs@mail.holar.is. Einnig er hægt að hafa samband við Ástu Köru í s: 869-7925 eða Arnar Bjarka í s: 846-9750

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

Nafn
Netfang
Aldur
Lýsing á hesti

Námskeiðið kostar 3000 kr og komast einungis 12 – 15 nemendur að.

Aldurstakmark er 14 ára. 

Skráningafrestur rennur út kl 13:00 21 mars.