fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðnámskeið með Þorvaldi

1. mars 2014 kl. 10:31

Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Stjarna frá Stóra-Hofi áttu glæsisýningu

Boðið er upp á að hafa hestana á staðnum

Helgina 7.-9. mars verður haldið reiðnámskeið í Mosfellsdal með Þorvaldi Árna Þorvaldssyni. Þorvald þarf vart að kynna enda hefur frábær reiðmennska hans vakið mikla athygli um árabil, og hlaut hann meðal annars Fjöðrina í gæðingafimi Meistaradeildarinnar fyrir skömmu, sem veitt er af FT fyrir frábært samspil og léttleika. Einstakt tækifæri fyrir knapa sem vilja bæta sína reiðmennsku og þekkingu;

Námskeiðið sem samanstendur af fyrirlestri og einkatímum hefst föstudaginn 7. mars á fyrirlestri um hugmyndafræði Þorvaldar við þjálfun hesta.

Á laugardeginum hefjast reiðtímar kl. 09.00 og á sunnudeginum kl. 10.00 (einstaklingskennsla sem stendur yfir í 50 min hvorn dag)

Verð 35.000 með hádegismat laugardag og sunnudag.

Boðið er uppá að hafa hestana á staðnum í góðum eins hesta stíum fyrir þá sem koma lengra að.

Skráning og nánari upplýsingar í síma 6474402 og helgadis@live.com