miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðnámskeið hjá Unn Krogen

24. febrúar 2011 kl. 19:23

Reiðnámskeið hjá Unn Krogen

Eiðfaxa barst þessi spennandi tilkynning:

"Vegna fjölda áskoranna mun Unn Krogen halda annað námskeið á Íslandi dagana 17.-20. mars, eða á fimmtudegi, föstudegi og sunnudegi (frí á laugardegi). Námskeiðið verður í formi einkatíma og haldið að Borg í Þykkvabæ.

Mikil ánægja var með síðasta námskeið sem Unn hélt í Rangárhöllinni í janúar en hún hefur gríðarlega reynslu, bæði sem þjálfari og reiðkennari. Námskeiðið kostar 30.000 kr. Fyrstir koma, fyrstir fá.

Skráning á netfangið elka@simnet.is eða hjá Daníeli  860-3559."