miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðnámskeið á Gauksmýri

19. mars 2014 kl. 15:13

Gauksmýri Mynd:Feykir

Þrjú reiðnámskeið fyrir börn og unglinga

Fyrstu vikurnar í júní ár hvert er haldið reiðnámskeið fyrir börn og unglinga á Gauksmýri.

Námskeiðið ber yfirskriftina – Reiðnámskeið og sveitardvöl. Fyrstu tvær vikurnar dvelja þátttakendur námskeiðsins á staðnum alla vikuna, frá sunnudagskvöldi til fötudagseftirmiðdags. Reiðkennsla hefst kl. 9 alla morgna og er til kl. 15 á daginn. Eftir að reiðkennslu lýkur tekur við önnur dagskrá sem tengist útivist og náttúru. Seinasta námskeiðið er með heldur öðru sniði, en þá fara þátttakendur heim þegar reiðkennsluþættinum líkur. Það fyrirkomulag er tilvalið fyrir heimafólk eða þá sem hafa aðsetur á svæðinu.

Boðið verður upp á þrjú reiðnámskeið á Sveitasetrinu Gauksmýri fyrir börn og unglinga sumarið 2014 á eftirtöldum dagsetningum:

1.      Námskeið 8. – 13.júní. Fyrir þá sem gista á staðnum

2.      Námskeið 15. – 20.júní. Fyrir þá sem gista á staðnum.

3.      Námskeið 23. – 27. júní. Ekki er boðið upp á gistingu á staðnum.

Dagskrá:

Á námskeiði 1.-3.

·         Reiðkennsla, bæði bókleg og verkleg

·         Útreiðar

Að auki á námskeiði 1.- 2.

·         Útivera; gönguferðir,fuglaskoðun, náttúruskoðun, ratleikir

·         Sundferðir

·         Kvöldvökur; leikir, söngur, sögur og spil

·         Gisting og fæði á staðnum

Veittur er systkynaafsláttur

·         Traustir hestar

·         Frábær sveitadvöl

·         Kennaramenntað fólk.

Yfirumsjón : Jóhann Albertsson

Aðalkennari: Eiríkur Steinarsson

Sveitasetrið Gauksmýri útvegar hesta, reiðtygi og hjálma.

 

Verð fyrir viku 1. -2. 55.000 kr.

Verð fyrir viku 3. 36.000 kr

 

Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Nánari upplýsingar og skráning

Símar 451 2927 eða 869 7992

gauksmyri@gauksmyri.is

www.gauksmyri.is

Sveitasetrið Gauksmýri

531 Hvammstangi


Sveitasetrið Gauksmýri útvegar hesta, reiðtygi og reiðhjálma. Þátttakendur geta tekið með sér eigin hesta.

Drög að dagskrá: 
Kl.8:00 morgunmatur
Kl.9:00 reiðkennsla
Kl.12:15 hádegismatur
Kl.13.00 reiðkennsla

Það sem eftir er af deginum á við þá sem dvelja á staðnum.
Kl.15:30 miðdegiskaffi

Kl.15:45 leikir – útivera
Kl. 17:00 sundferð á Hvammstanga/ fuglaskoðun við Gauksmýrartjörn – gönguferð – ratleikir 
Kl.19:30 kvöldmatur
Kl.20:00 samvera (kvöldvaka – spil – leikir – söngur)
Kl.21:30 kvöldhressing
Kl.22:00 svefn hjá börnunum
Kl.23:00 svefn hjá unglingunum
Athuga verður að veður getur sett strik í reikninginn hvað varðar gönguferðir og útreiðatúra