þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðmaðurinn 2017-2019

27. febrúar 2017 kl. 16:25

Reiðtúr á fallegum degi.

Reiðmaðurinn er nám í hestamennsku sem hefur undanfarin ár notið mikilla og vaxandi vinsælda meðal hestamanna á Íslandi.

Kæru hestamenn.

Við erum nú í óða önn að leggja lokahönd á að undirbúa næsta tímabil hjá okkur og búist er við að tveir til þrír nýjir hópar hefji nám á haustönn 2017.

Meðal þess sem liggur fyrir hjá okkur núna er að ákveða staðsetningar fyrir þá hópa sem hefja nám haustið 2017.

Hestamannafélög eða hópar sem hafa áhuga á að fá námið á viss svæði eru eindregið hvött til þess að hafa samband og láta okkur vita.   

Upplýsingar um þetta áhugaverða nám er að finna á vefsíðu Landbúnaðarháskóla Íslands á www.lbhi.is  undir flipanum endurmenntun og námskeið.

Við munum staðfesta staðsetningar fyrir nýja hópa á allra næstu vikum og opna fyrir umsóknir í námið í beinu framhaldi.

Nánari upplýsingar veitir Hinrik Þór Sigurðsson reiðkennari og verkefnisstjóri verklegrar kennslu í Reiðmanninum á netfangi hinrik@lbhi.is eða í síma 8435377