þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðleiðir um hálendi Íslands

18. janúar 2010 kl. 10:35

Mynd: www.eldhestar.is

Reiðleiðir um hálendi Íslands

Á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga má nú finna á einum stað, upplýsingar og kort af reiðleiðum um hálendið. Kortin eru fimm talsins og skiptast í suður-, austur-, norður- og vesturhálendi auk yfirlitskorts.

Að auki má finna tengla á vefsíður á Internetinu, þar sem finna má upplýsingar um reiðleiðir víða um land. Undir Ýmislegt - Reiðleiðir á www.lhhestar.is má finna allar þessar upplýsingar sem og Kortasjánna, sem er gagnvirkt kort af Íslandi, þar sem reiðleiðir hafa verið merktar inn.

Þetta er frábært samantekt sem kemur þeim að góðu gagni sem hyggja á hestaferðir um hálendið.

Smellið hér til að skoða nánar: http://lhhestar.is/is/page/reidvegir_thettbyli