fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðleiðir á aðalskipulagi sveitarfélaga

30. júní 2010 kl. 10:23

Reiðleiðir á aðalskipulagi sveitarfélaga

 Aðalskipulög margra sveitarfélaga hafa verið og eru í kynningarferli þessa daganna, þar má m.a. nefna aðalskipulög sveitarfélaganna Norðurþings, Húnavatnshrepps, Skagastrandahrepps, Strandabyggðar, Fjallabyggðar, Ásahrepps, og Fjarðabyggðar.

 

Undirritaður ásamt Sæmundi Eiríkssyni hafa rýnt í þessar aðalskipulagstillögur undanfarið aðallega það sem að reiðleiðum lýtur, en Sæmundur vinnur að skráningu reiðleiða fyrir LH. Vinna sem sveitarfélögin leggja í skilgreiningu reiðleiða er ærið mismunandi, sum staðar til fyrirmyndar og eftirbreytni, en annars staðar nokkuð  ábótavannt. Sérstaklega ber að nefna aðalskipulag Húnavatnshrepps til fyrirmyndar og eftirbreytni, auk sérstaks reiðleiðakorts þar sem reiðleiðir eru númeraðar þá eru í greinargerð skipulagsins stutt leiðarlýsing á 51 reiðleið allt frá byggð og inn að jöklum. Lítið endilega á skipulagstillögurnar á heimasíðu Húnavatnshrepps http:www.hunavatnshreppur.is/,  skipulagskort og  kafli 3.4.3 Reiðleiðir í greinargerð.

 

Til fyrirmyndar er einnig aðalskipulag Strandabyggðar með sér göngu- og reiðleiðakorti ásamt stuttum reiðleiðalýsingum. Þess má geta að Landmótun hefur unnið að aðalskipulagstillögum fyrir þessi sveitarfélög.

Í sumum skipulagstillögum sleppa reiðvegir fyrir horn, en annars staðar þarf að þarf að gera athugasemdir við snubbóttar skipulagstillögur. Ég vil endilega biðja hestamenn sem eru kunnir ofangreindum sveitarfélögum um að kynna sér skipulagstillögurnar áður en að kynningarferli lýkur og gera athugasemdir við þær, einnig að koma ábendingum til LH.

 

Halldór H. Halldórsson

Samgöngunefnd LH

 
heimild: lhhestar.is