laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðkennarar stúdera á Hólaskóla

24. janúar 2011 kl. 13:51

Reiðkennaranema á Hólaskóla 2011

Fjórtán hófu nám á reiðkennarabraut á nýju ári

Fjórtán nemendur hófu á nýja árinu nám á reiðkennarabraut Hólaskóla, eða „þriðja árinu“ eins og það er gjarna kallað. Allt eru þetta miklir reynsluboltar í hestamennskunni, eins og það er orðað í frétt á www2.holar.is, sem eiga að baki tveggja ára nám við skólann.

Reiðkennaranámið, sem veitir diplómagráðu í þjálfun og reiðkennslu,  er 30 ECTS og skiptist í reiðkennslu- og kennslufræði (14 ECTS), reiðmennsku- og þjálfun (12 ECTS) og íþrótta- og gæðingadóma (4 ECTS). Hvert námskeið um sig kvíslast síðan í ýmsa þætti, bæði bóklega og verklega, og allmargir kennarar koma við sögu í hverju þeirra. Það var Gunnar Óskarsson sem tók þessa mynd af nemendum reiðkennarabrautarinnar að loknum fyrsta fyrirlestri á nýja árinu.

Hinir væntanlegu reiðkennarar eru: Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Daniela Pogatschnig, Ragnhildur Haraldsdóttir, Fanney Dögg Indriðadóttir, Rósa Birna Þorvaldsdóttir, Hannah Chargé, Lilja S. Pálmadóttir, Linda Rún Pétursdóttir, Eyrún Ýr Pálsdóttir,  Aníta Margrét Aradóttir, Daníel Ingi Larsen, Árni Björn Pálsson, Guðmundur Margeir Skúlason, og James Bóas Faulkner.