miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðhesturinn Ríkharður

30. mars 2014 kl. 12:00

Ríkharður Rauði er öðlingur sem hefur reynst mörgum óvönum hestamönnum vel.

Öðlingur sem ekki verður metinn til fjár.

Margir hestamenn hugsa fyrst um fasmikinn, hágengan keppnishest þegar gæðingar eru nefndir á nafn. En er hugtakið ekki mun víðara en það? Í mörgum hesthúsahverfum eru hestar sem ekki er talað um sem gæðinga í daglegu tali en eru það í raun. Þessir hestar eru ávallt til þjónustu reiðubúnir og veita eigendum þeirra og gestum lífsfyllingu. Í 3. tölublaði Eiðfaxa má nálgast merka sögu Ríkharðs rauða, sem í daglegu tali er kallaður Rikki. Hér er brot úr greininni:

 "Við pabbi höfum oft rætt um ólíkar gerðir hesta og hversu mikilvægt það getur verið að hafa fjölbreytta hesta sem henta misvönum knöpum. Margar fjölskyldur eru svo óheppnar að eiga enga rólega töltara sem hægt er að treysta fyrir hverjum sem er. Þetta eru ekki mest spennandi hestarnir, en mjög mikilvægir engu að síður. Í slíkum fjölskyldum deyr hestamennskan oft út vegna þess að það verður engin nýliðun, því ekki eru til réttu hestarnir fyrir byrjendur."

Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is