þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðhallir breyta miklu

7. apríl 2014 kl. 10:15

Bóndinn reffilegur á Óskadísi frá Varmalandi, sem er undan Síðu frá Halldórsstöðum og Krafti frá Bringu.

Sigurgeir Þorsteinsson, bóndi á Varmalandi, situr fyrir svörum

Á Varmalandi í Skagafirði stunda Sigurgeir Þorsteinsson og Birna Sigurbjörnsdóttir og börn þeirra hrossarækt og -þjálfun af miklum móð. Viðtal við þau má nálgast í 3. tölublaði Eiðfaxa. Hér er brot úr greininni:

Að sögn Sigurgeirs þarf að gerbreyta umgerð móta. „Mótahaldið á landinu er mjög líflegt, reiðhallir hafa breytt miklu þar um, t.d með vetrarmót sem eru mjög vinsæl hér nyrðra og víðar. Hér í Skagafirði eru t.d. mót öll miðvikudagskvöld frá miðjum febrúar fram í lok apríl. Þessi mót eru mjög vel sótt. Landsmótahald þarf að skoða og meta hvort unnt sé að stytta þau og gera ódýrari. Það er hreinlega of dýrt að halda þau miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Við verðum sennilega að slá af kröfunum eða gerbreyta mótunum. Ein leið er að hverfa aftur og reyna að fá fólk í meiri sjálfboðavinnu af því að kostnaðurinn er einfaldlega of mikill. Þetta á einnig við um önnur mót. Við höfum gert þetta með vetrarmótin og gengið vel.”

 Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is