miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðhallarsýning á Hvammstanga í apríl

6. mars 2011 kl. 23:02

Reiðhallarsýning á Hvammstanga í apríl

Hestamannafélagið Þytur mun halda reiðhallarsýningu í Þytsheimum á Hvammstanga laugardagskvöldið 2. apríl nk. "Reiðhöllin á Hvammstanga var vígð árið 2010 og var um leið haldin fyrsta reiðhallarsýningin í Þytsheimum. Í ár verða mörg áhugaverð atriði á boðstólnum og má þar nefna ræktunarbú, stóðhesta, skeið, hestafimleika og fleira," segir í fréttatilkynningu frá sýningarnefnd Þyts.