sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Refsing getur verið allt að 4 ár

24. júní 2015 kl. 09:24

Þorvaldur Árni Þorvaldsson

Þorvaldur Árni fallinn lyfjaprófi.

Þorvaldur Árni Þorvaldsson er fallinn á lyfjaprófi sem hann var boðaður í á Reykjavíkurmóti Fáks í byrjun maí. Vísir greinir frá þessu í morgun.

Lyfjaeftirlit ÍSÍ hefur enn ekki birt niðurstöður lyfjaprófs Þorvaldar Árna. Þorvaldur hafði nýlokið forkeppni í tölti á hryssunni Stjörnu frá Stóra-Hofi, þegar hann var boðaður í prófið, en hann sigraði greinina á mótinu. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjaeftirlitinu er reglan sú engar upplýsingar séu gefnar út fyrr en allar niðurstöður liggja fyrir og ákveðið hefur verið um framhald máls. Niðurstöðu er þó að vænta fljótlega.

Vitað er að Stjarna er komin í þjálfun hjá Árna Birni Pálssyni tamningamanni og fleiri hross, sem Þorvaldur Árni hefur haft undir höndum, eru í þjálfun hjá öðrum knöpum. Er því ljóst að Þorvaldur Árni hefur dregið sig til hlés.

Þorvaldur Árni féll á lyfjaprófi fyrir amfetamínneyslu eftir keppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum síðastliðið vor. Hann var dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann, sem síðar var mildað niður í einn mánuð.

Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjaeftirlitinu gildir það til refsiþyngingar að falla tvisvar á lyfjaprófi. Hversu mikil sú þyngin er miðast af sameiginlegum þáttum fyrra brots og þess síðara.  Refsingin getur verið á bilinu 2-4 ár, en síðan möguleiki á mildunar ákvæðum laganna.