þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rausnalegir Freyfaxamenn

Odinn@eidfaxi.is
1. mars 2014 kl. 10:19

Reiðhöll Freyfaxa á Iðavöllum

Mikið líf í hestamennskunni.

Hestamannafélagið Freyfaxi var svo rausnalegt að bjóða mér austur til að fylgjast með ístölti þeirra á Eiðisvatni. Þetta boð þáði ég með þölkum enda er það stefna Eiðfaxa að fjalla um hestamennskuna í víðu samhengi og vera blað allra hestamanna. Mótið átti að vera síðustu helgi en var frestað vegna veðurs. Í gær var ljóst að ísinn á vatninu héldi ekki og því verður haldið hefðbundið vetrarmót þess í stað. Það er engu síður spennandi að koma austur og fylgjast með starfinu þar.