fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Raunfærnimat í hestamennsku

2. apríl 2015 kl. 18:00

Reynsla og þekking metin til móts við kröfur skólakerfis.

Útskrift í raunfærnimati í hestamennsku fór fram í fyrsta skipti þann 26. janúar síðastliðinn. Það voru sautján sem útskrifuðust og flestir þeirra hafa langa og víðtæka reynslu á sviði hestamennsku. Matið sjálft snýst um að meta reynslu og þekkingu sem fengin er á vinnumarkaði til móts við kröfur skólakerfis í viðkomandi grein.

„Ég held að við hestamenn getum verið gríðarlega stoltir af því að fá raunfærnimatið inn í greinina okkar. Með aukinni áherslu á raunfærnimat þurfa menntastofnanir og fyrirtæki að skilgreina nákvæmar hvaða kröfur um hæfni séu gerðar til að geta stundað ákveðin störf og hvaða skilyrði séu sett til að geta stundað ákveðið nám,“ segir Sigríður Pjetursdóttir, fag-stjóri hestabrautar FSu.

Hún segir útfærslu á raunfærnimatinu margbreytilega. „Þátttakendur mættu fyrst í viðtal hjá námsráðgjafa og hittust síðan allir einn eftirmiðdag og fylltu út færnimöppur og sjálfsmat. Í kjölfarið var svo farið í gegnum sjálft raunfærnimatið sem tók að meðaltali 4-5 klukkustundir. Þar gátum við nýtt okkur aðstöðuna í Votmúla hjá henni Freyju Hilmarsdóttur, en þar fer einnig fram verkleg kennsla í FSu.“

Nánar er fjallað um raunfærnimat í 3. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is