laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rauðskeggur verður í Kjarnholtum

19. júlí 2015 kl. 12:30

Rauðskeggur frá Kjarnholtum

Auðvelt að bæta inn á hann hryssum.

Rauðskeggur frá Kjarnholtum verður til afnota að Kjarnholtum I, allt sumarið 2015, fyrir hryssur.  Auðvelt hefur verið að bæta inná hann hryssum, ef einhver hefur áhuga á því.

Rauðskeggur er 4 vetra stóðhestur, sammæðra Kolskeggi frá Kjarnholtum I og undan Kiljan frá Steinnesi.  Rauðskeggur fór i dóm í Víðidal í Reykjavik og hlaut í aðaleinkunn 8,16,  fyrir byggingu hlaut hann 8,42 og fyrir hæfileika 7,98.  Hæst hlaut Rauðskeggur 9 fyrir háls og herðar, samræmi og stökk.

Upplýsingar gefa:  Magnús í símum 4868932, 8669711 og Guðný í síma 8956507, eða á netfangi: kjarnholt(hjá)centrum.is