sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ráslisti morgundagsins

29. mars 2012 kl. 17:48

Ráslisti morgundagsins

Á morgun föstudag fer fram lokamót Meistaradeildar í hestaíþróttum en þá verður keppt í fimmgangi. Nú hafa allir keppendur skilað inn upplýsingum um þau hross er þeir keppa á og mega áhorfendur eiga von á veislu á morgun.

 
Keppnin hefst klukkan 19:00 en húsið sjálft opnar klukkan 17:00. Kveikt verður upp í grillinu rétt fyrir fimm og geta áhorfendur brunað beint í Ölfushöllina eftir vinnu og fengið sér gómsætt lambakjöt eða kjúkling af grillinu fyrir aðeins 1.500 krónur. Fyrir þá sem vilja verður einnig tilboð á einum köldum eða réttara sagt tveir fyrir einn á 500 krónur á milli 17 og 19. Eins og í vetur verður einnig boðið upp á pizzur.
 
Trúbador verður á staðnum þegar móti lýkur og heldur hann uppi stemmingu frá kl. 23 - 02:00.
 
Meistaradeildin verður einnig með happdrætti og kostar miðinn aðeins 1.000 krónur og eru vinningarnir ekki af lakari endanum en það eru folatollar undir Konsert frá Korpu, Leikni frá Vakurstöðum, Leonard frá Vakurstöðum, Aronssonur sammæðra Leikni, Mátt frá Leirubakka, Storm frá Leirulæk og Tón frá Melkoti.
 
Forsala aðgöngumiða fyrir mótið er í fullum gangi í verslunum Top Reiter, Líflands og Baldvini og Þorvaldi á Selfossi og er aðgangseyrir 1.500 krónur. Það eru um að gera að tryggja sér miða í forsölu.
 
Hart verður barist í stigakeppninni bæði einstaklinga- og liðakeppninni. En fjórir knapar eiga möguleika á sigri í deildinni og má gera ráð fyrir að þeir berjist fram á síðustu stundu.
 
Hér að neðan eru ráslistar morgundagsins:
 
Nr      Knapar  Lið     Hestur
1       Teitur Árnason  Árbakki / Norður-Götur  Þulur frá Hólum
2       Þorvaldur Árni Þorvaldsson      Top Reiter / Ármót      Gjafar frá Hvoli
3       Þórdís Erla Gunnarsdóttir       Auðsholtshjáleiga       Hreggviður frá
Auðsholtshjáleigu
4       Sigurður Sigurðarson    Lýsi    Svalur frá Blönduhlíð
5       Guðmundur Björgvinsson  Top Reiter / Ármót      Gammur frá Þúfu
6       Hinrik Bragason Árbakki / Norður-Götur  Seifur frá Prestsbakka
7       John Kristinn Sigurjónsson      Hrímnir Konsert frá Korpu
8       Lena Zielinski  Auðsholtshjáleiga       Patrik frá Reykjavík
9       Eyjólfur Þorsteinsson   Lýsi    Kraftur frá Efri-Þverá
10      Ólafur Ásgeirsson       Spónn.is        Heimur frá Votmúla
11      Sara Ástþórsdóttir      Ganghestar / Málning    Völur frá Árbæ
12      Sigursteinn Sumarliðason        Spónn.is        Geisli frá Svanavatni
13      Hulda Gústafsdóttir     Árbakki / Norður-Götur  Tryggur frá Bakkakoti
14      Artemisia Bertus        Hrímnir Sólbjartur frá Flekkudal
15      Sigurður Vignir Matthíasson     Ganghestar / Málning    Máttur frá Leirubakka
16      Elvar Þormarsson        Spónn.is        Skuggi frá Strandarhjáleigu
17      Sigurbjörn Bárðarson    Lýsi    Stakkur frá Halldórsstöðum
18      Viðar Ingólfsson        Hrímnir Már frá Feti
19      Jakob Svavar Sigurðsson Top Reiter / Ármót      Alur frá Lundum
20      Valdimar Bergstað       Ganghestar / Málning    Týr frá Litla-Dal
21      Haukur Baldvinsson      Auðsholtshjáleiga       Falur frá Þingeyrum