þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ráslisti morgundagsins

25. febrúar 2015 kl. 17:20

Héðinn Skúli frá Oddhól, knapi Sylvía Sigurbjörnsdóttir

Horfir í æsispennandi fimmgangskeppni í Meistaradeildinni.

Þá liggur fyrir ráslisti fimmgangsins en keppnin hefst í Fákaseli á morgun fimmtudag kl. 20:00. Keppnin verður spennandi því knapar mæta með fantagóða hesta. Sigurvegarinn frá í fyrra, Sylvía Sigurbjörnsdóttir og Héðinn Skúli frá Oddhóli mæta og reyna verja titilinn. Árni Björn Pálsson varð í þriðja sæti í fyrra og mætir hann aftur með Odd frá Breiðholti í Flóa. Olil kemur með Álfadísarsoninn, Álffinn frá Syðri-Gegnishólum.  

Einnig eru þarna nokkur keppnispör sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ólafur Ásgeirsson mun mæta með Konsert frá Korpu en Konsert sigraði fimmganginn í Meistaradeildinni árið 2013 en þá var John K. Sigurjónsson knapi á honum. Þórarinn Ragnarsson mætir með Sæmund, yngri bróður Spuna og verður gaman að sjá hvernig þeim tekst til. 

 

1 Sigurður Sigurðarson  Freyþór frá Ásbrú
2 Bergur Jónsson  Strokkur frá Syðri-Gegnishólum
3 Guðmar Þór Pétursson  Gjöll frá Skíðbakka III
4 Þórdís Erla Gunnarsdóttir  Hrafnar frá Auðsholtshjáleigu
5 Elvar Þormarsson  Undrun frá Velli II
6 Olil Amble  Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum
7 Jakob Svavar Sigurðsson  Ægir frá Efri-Hrepp
8 Ísólfur Líndal Þórisson  Sólbjartur frá Flekkudal
9 Gústaf Ásgeir Hinriksson  Geisli frá Svanavatni
10 Daníel Jónsson  Þór frá Votumýri 2
11 Edda Rún Ragnarsdóttir  Kinnskær frá Selfossi
12 Helga Una Björnsdóttir  Fiðla frá Galtastöðum
13 Ólafur Ásgeirsson  Konsert frá Korpu
14 John Sigurjónsson  Hljómur frá Skálpastöðum
15 Guðmundur Björgvinsson  Styrmir frá Skagaströnd
16 Hinrik Bragason  Grafík frá Búlandi
17 Árni Björn Pálsson  Oddur frá Breiðholti í Flóa
18 Reynir Örn Pálmason  Greifi frá Holtsmúla 1
19 Þórarinn Ragnarsson  Sæmundur frá Vesturkoti
20 Hulda Gústafsdóttir  Birkir frá Vatni
21 Sigurbjörn Bárðarson  Spói frá Litlu-Brekku
22 Sigurður Vignir Matthíasson  Gormur frá Efri-Þverá
23 Sylvía Sigurbjörnsdóttir  Héðinn Skúli frá Oddhóli
24 Viðar Ingólfsson  Sif frá Helgastöðum 2