þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ráslisti fyrir fjórganginn

22. janúar 2014 kl. 08:55

Eyjólfur Þorsteinsson á Hlekki frá Þingnesi.

Fjögur pör úr A úrslitunum síðan í fyrra skráð til leiks

Þá er Meistaradeildinn búin að gefa út ráslistana. Áhorfendur eiga von á harðri keppni þar sem margir af sterkustu fjórgangshestum landsins munu etja kappi saman. Eyjólfur Þorsteinsson mætir á Hlekk frá Þingnesi en þeir sigruðu fjórganginn í fyrra. 

Þrjú pör auk Eyjólfs og Hlekks sem voru í A úrslitum í fyrra eru aftur skráð til leiks og verður athyglisvert að sjá hvort þeir endi þar aftur en þetta eru þau Sigurður Sigurðarson og Loki frá Selfossi (2. sæti), Hulda Gústafsdóttir og Ketill frá Kvistum (4.sæti) og Jakob S. Sigurðsson og Asi frá Lundum II (5.sæti). 

Mörg ný andlit eru í deildinni í ár og gaman verður að sjá hvernig þau munu eiga uppdráttar í deildinni sem er eins sú sterkasta. Húsið opnar kl. 17:30,  liðin verða kynnt til leiks kl. 18:30 ásamt dómurum og keppnin sjálft hefst stundvíslega kl. 19:00.

Ráslisti - Fjórgangur

Röð Knapi Hestur Lið
1 Hinrik Bragason Stórval frá Lundi Árbakki/Hestvit
2 Eyrún Ýr Pálsdóttir Kjarval frá Blönduósi Hrímnir/Export hestar
3 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Hrafn f. Breiðholti í Flóa Auðsholtshjáleiga
4 Hulda Gústafsdóttir Ketill frá Kvistum Árbakki/Hestvit
5 Þorvaldur Á. Þorvaldsson Stjarna frá Stóra-Hofi Top Reiter/Sólning
6 Bergur Jónsson Katla f. Ketilsstöðum Gangmyllan
7 Viðar Ingólfsson Prestur frá Hæli Hrímnir/Export hestar
8 Árni Björn Pálsson Stormur frá Herríðarhóli Auðsholtshjáleiga
9 Daníel Jónsson Hraunar f. Svalbarðseyri Gangmyllan
10 Ólafur B. Ásgeirsson Hugleikur frá Galtanesi Hrímnir/Export hestar
11 Jakob Svavar Sigurðsson Asi frá Lundum II Top Reiter/Sólning
12 Reynir Örn Pálmason Nemi frá Grafarkoti Ganghestar/Málning
13 Eyjólfur Þorsteinsson Hlekkur frá Þingnesi Lýsi
14 Ísólfur Líndal Þórisson Kristófer Hjaltastaðahvammi Spónn.is/Heimahagi
15 Sigurður V. Matthíasson Svalur frá Litlu-Sandvík Ganghestar/Málning
16 Olil Amble Fálmar frá Ketilsstöðum Gangmyllan
17 Sigurbjörn Bárðason Hróður frá Laugarbóli Lýsi
18 Aðalheiður Guðjónsdóttir Spretta f. Gunnarsstöðum Ganghestar/Málning
19 Ævar Örn Guðjónsson Veigur frá Eystri-Hól Spónn.is/Heimahagi
20 Sigurður Sigurðarson Loki frá Selfossi Lýsi
21 Guðmar Þór Pétursson Vaðall frá Akranesi Spónn.is/Heimahagi
22 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Sproti frá Enni Auðsholtshjáleiga
23 Guðmundur Björgvinsson Tenór f. Stóra-Ási Top Reiter/Sólning
24 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sólon frá Vesturkoti Árbakki/Hestvit