miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ráslisti fyrir fimmgang

1. mars 2016 kl. 09:24

Frábær hestakostur í fimmgangskeppni KS-Deildarinnar.

Það vekur athygli hversu margir stóðhestar eru skráðir til leiks í fimmgangskeppni KS-Deildarinnar eða 11 talsins en alls eru 19 1. verðlauna hross skráð.

 

Ráslitinn er tilbúinn og eins og sjá má mæta sigurvegararnir frá því í fyrra Þórarinn og Narri auk fjölda annarra sterkra keppenda. Það telst einnig til tíðinda að sá kunni hestur Lukku Láki frá Stóra Vatnsskarði er skráður ásamt knapa sínum Hans Þór Hilmarssyni. Þessu kvöldi í KS-Deildinni ætti enginn hestaunnandi að láta fram hjá sér fara. Keppnin fer fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki miðvikudaginn 2.mars og hefst kl 19:00. Vekjum athygli á því að sýnt verður beint frá keppninni, slóðin er http://vjmyndir.cleeng.com . 

 

Það stefnir greinilega í mjög harða keppni eins og sést á listanum.

Ráslisti:

1. Gísli Gíslason - Karl frá Torfunesi - Draupnir / Þúfur
2. Líney María Hjálmarsdóttir - Milljarður frá Barká - Hrímnir
3. Elvar Logi Friðriksson - Frenja frá Vatni - Mountainhorse
4. Magnús B. Magnússon - Stilling frá Íbishóli - ÍbessHleðsla
5. Elvar E. Einarsson - Knár frá Ytra-Vallholti - Hofstorfan/66°norður
6. Guðmundur Karl Tryggvason - List frá Syrði-Reykjum - Lífland
7. Sina Scholz - Nói frá Saurbæ - Mustad
8. Agnar Þór Magnússon - Glóð frá Hólakoti - Lífland
9. Gústaf Á. Hinriksson - Þyrla Böðmóðsstöðum II - Hofstorfan/66°norður
10. Jóhann Magnússon - Sjöund frá Bessastöðum - ÍbessHleðsla
11 Valdimar Bergastað - Krapi frá Selfossi - Hrímnir
12. Mette Manseth - Hnokki frá Þúfum - Draupnir / Þúfur
13. Bjarney J. Unnsteinsd. - Sif frá Syðstu-Fossum - Mustad
14. Hallfríður S. Óladóttir - Kolgerður frá V-Leirárgöðrum - Mountainhorse
15. Ísólfur Líndal - Sólbjartur frá Flekkudal - ÍbessHleðsla
16. Þórarinn Eymundsson - Narri frá Vestri-Leirárgöðrum - Hrímnir
17. Hans Þór Hilmarsson - Lukku Láki frá Stóra-Vatnsskarði - Mountainhorse
18. Bjarni Jónasson - Dynur frá Dalsmynni - Hofstorfan/66°norður
19. Þór Jónsteinsson - Kjarkur frá Skriðu - Lífland
20. Hlynur Guðmundsson - Orka frá Ytri-Skógum - Mustad
21. Barbara Wenzl - Náttúra frá Hofi - Draupnir / Þúfur