mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ráslisti Áskorendamóts Riddara Norðursins

12. mars 2011 kl. 00:36

Ráslisti Áskorendamóts Riddara Norðursins

Riddarar Norðursins hafa skorað á fjögur lið til að keppa við sig í Reiðhöllinni Svaðastaðir, laugardaginn 12. mars. 

Áskorendamótið er árlegur viðburður haldinn af félagsskapnum Riddarar Norðursins sem skora á fjögur lið til að koma og keppa við sig í fjórgangi, fimmgangi, tölti og skeiði. Þau lið sem mæta til leiks auk Riddaranna eru lið Lúlla Matt, lið Vatnsleysu, lið Narfastaða, og lið Hríshríms. Í fyrra sigraði lið Riddara Norðursins með litlum mun og segir í fréttatilkynningu frá félagsskapnum að það leiki engin vafi á því að hart verði barist um bikarinn í ár.

Mótið hefst kl. 20 og kostar 1000 kr. inn.

Hér er ráslisti mótsins:


Fjórgangur

Narfastaðir – Júlía Ludwiczak 
Veigar frá Narfastöðum, 9v.
F:  Smári frá Skagaströnd M: von frá Þverá

Vatnsleysa – Egill Þórarinsson
Hafrún frá Vatnsleysu, 7v.
F:Skuggi frá Garði M: Brynhildur frá Vatnsleysu

Hríshrím – Elvar Logi Friðriksson
Stuðull frá Grafarkoti, 7v.
F: Gammur frá Steinnesi M: Sál frá Grafarkoti

Lúlli Matt – Viðar Bragason
Amanda Vala frá Skriðulandi, 6v.
F: Gammur frá Steinnesi M: Freysting frá Akureyri

Riddarar Norðursins – Friðrik Steinsson
Fengur frá Sauðárkróki, 15v.
F: Kjarni frá Kálfsstöðum M: Komma frá Sauðárkróki

Fimmgangur

Narfastaðir – Bjarni Jónasson
Kolka frá Hóli v/Dalvík, 6v.
F: Rökkvi frá Hárlaugsstöðum  M: Sif frá Hóli v/Dalvík

Vatnsleysa – Hörður Óli Sæmundsson
Sunna frá Vatnsleysu, 9v.
F: Brunnur frá Kjarnholtum I M: Sabína frá Vatnsleysu

Hríshrím – Sveinn Brynjar Friðriksson
Glaumur frá Varmalæk, 10v.
F: Smári frá Skagaströnd M: Gletting frá Varmalæk

Lúlli Matt – Ásdís Helga Sigursteinsdóttir
Hvinur frá Litla-Garði, 7v.
F: Tristan frá Árgerði M: Elva frá Árgerði

Riddarar Norðursins –Brynjólfur Þór Jónsson
Prins frá Reykjum, 12v.
F: Sokki frá Kolkuósi M: Píla frá Hólkoti

Skeið

Narfastaðir – Eyjólfur Þorsteinsson
Spyrna frá Vindási, 6v.
F: Aron frá Strandarhöfði M: Stjarna frá Vindási

Vatnsleysa – Ingólfur Helgason
Ari frá Álftanesi

Hríshrím- Tryggvi Björnsson
Gjafar frá Þingeyrum, 13v.
F: Oddur frá Selfossi M: Gjöf frá Neðra-Ási

Lúlli Matt – Þór Jónsteinsson
Drottning frá Kálfsskinni, 12v.
F: Höldur frá Brún M: Skjóna frá Kálfsskinni

Riddarar Norðursins –Björn Jóhann Steinarsson
Þyrnir frá Borgarhóli, 15v.
F: Þyrill frá Aðalbóli M: Hrísla frá Borgarhóli
 

Tölt

Narfastaðir – Riikka Anniina
Gnótt frá Grund, 8v.
F: Andvari frá Ey I M:Hrifsa frá Kjarna

Vatnsleysa – Björn Jónsson
Valli frá Vatnsleysu, 8v.
F: Íðir frá Vatnsleysu M: Von frá Vatnsleysu

Hríshrím – Fanney Dögg Indriðadóttir
Orka frá Sauðá, 6v.
F: Roði frá Múla M: Gola frá Sauðá

Lúlli Matt – Þorbjörn Hr. Matthíasson
Röskva frá Höskuldsstöðum, 5v.
F: Garpur frá Auðsholtshjáleigu M: Rjóð frá Höskuldstöðum

Riddarar Norðursins –Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir
Kolgerður frá Vestri Leirárgörðum, 7v.
F: Kolfinnur frá Kjarnholtum I M: Gerða frá Úlfsstöðum