mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ráslisti í parafimi

18. febrúar 2019 kl. 23:20

Næsta keppnisgrein í Suðurlandsdeildinni er, einkenniskeppni deildarinnar, parafimi. Keppni fer fram í Rangárhöllinni þriðjudaginn 19.febrúar

Næsta keppnisgrein í Suðurlandsdeildinni er Parafimi. Parafimi er keppnisgrein sem einungis er keppt í í Suðurlandsdeildinni en keppt var í henni í fyrsta skipti fyrir tveimur árum og hefur það heppnast alveg gríðarlega vel.

Sérstaða Suðurlandsdeildarinnar er sú að einungis fer fram liðakeppni ásamt því að hvert lið er skipað atvinnumönnum og áhugamönnum. Í parafimi myndar atvinnumaður og áhugamaður par eða tveir áhugamenn og þurfa þeir í sinni sýningu að uppfylla ákveðnar kröfur til þess að eiga möguleika á sem hæstri einkunn. Dómarar dæma í þrem pörum 1. gangtegundir, 2. æfingar og 3 flæði (framkvæmd, fjölhæfni og reiðmennska).

Staðan í liðakeppninni er gríðarlega jöfn eftir fyrstu tvær greinarnar sem voru fjórgangur og fimmgangur og því er allt opið. Lið Töltrider leiðir með 104,5 stig, í öðru sæti er lið Heimahaga með 104 stig og í því þriðja lið Húsasmiðjunnar með 100,5 stig. En heildarstöðuna má sjá í viðburðinum á facebook.

 Reglur parafimi er að finna í viðburði Suðurlandsdeildarinnar á Facebook með því að smella hér. https://www.facebook.com/events/282360215809533/?event_time_id=282360225809532

Við hvetjum alla til þess að fjölmenna í Rangárhöllina á Hellu annaðkvöld, þriðjudaginn 19. febrúar, þar sem keppt verður í parafimi í þriðja sinn. 22 öflug pör eru skráð til leika og er búist við hörku flottum sýningum.

Keppni hefst klukkan 18:00

Suðurlandsdeildin 2019 – Parafimi
19.2.2019 – keppni hefst kl. 18:00
Par nr. At / Á Knapi Hestur Litur Lið
1 At Brynja Amble Gísladóttir Goði frá Ketilsstöðum Brúnn Ásmúli
1 Á Sara Camilla Lundberg Bylgja frá Ketilsstöðum Bleikálóttur Ásmúli
2 At Sigurður Sigurðarson Rauða-List frá Þjóðólfshaga 1 Rauður Krappi
2 Á Stine Randers Præstholm Hallbera frá Þjóðólfshaga 1 Brúnn Krappi
3 At Hlynur Guðmundsson Magni frá Hólum Móálóttur Equsana
3 Á Vilborg Smáradóttir Dreyri frá Hjaltastöðum Rauður Equsana
4 At Lárus Jóhann Guðmundsson Tinna frá Árbæ Brúnn Austurás/Sólvangur
4 Á Ármann Sverrisson Sörli frá Brúnastöðum 2 Brúnn Austurás/Sólvangur
5 At Hekla Katharína Kristinsdóttir Ýmir frá Heysholti Rauðblesóttur Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún
5 Á Karen Konráðsdóttir Lind frá Hárlaugsstöðum 2 Móálóttur Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún
6 At Hjörvar Ágústsson Ás frá Kirkjubæ Brúnn Töltrider
6 Á Eygló Arna Guðnadóttir Heppni frá Þúfu í Landeyjum Brúnn Töltrider
7 At Jóhanna Margrét Snorradóttir Prins frá Hellu Rauðglófextur Heimahagi
7 Á Jóhann Ólafsson Djörfung frá Reykjavík Bleikskjótt Heimahagi
8 At Vignir Siggeirsson Ásdís frá Hemlu II Moldótt Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð
8 Á Sanne Van Hezel Sylvía frá Skálakoti Rauðstjörnótt Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð
9 At Ólafur Andri Guðmundsson Árdís frá Garðabæ Jörp Fet/Kvistir
9 Á Vera Evi Schneiderchen Vakning frá Feti Jörp Fet/Kvistir
10 At Ólafur Þórisson Aría frá Miðkoti Brún Húsasmiðjan
10 Á Sarah Maagaard Nielsen Sóldís frá Miðkoti Leirljós Húsasmiðjan
11 At Ólafur Ásgeirsson Glóinn frá Halakoti Rauður Vöðlar/Snilldarverk
11 Á Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg Skorri frá Skriðulandi Brúnn Vöðlar/Snilldarverk
12 At Þorbjörn Hreinn Matthíasson Glámur frá Hafnarfirði Rauðblesóttur Ásmúli
12 Á Erla Brimdís Birgisdóttir Fursti frá Kanastöðum Rauður Ásmúli
13 At Lea Schell Eldey frá Þjórsárbakka Rauð Krappi
13 Á Róbert Bergmann Tinna frá Lækjarbakka Brún Krappi
14 At Kristín Lárusdóttir Aðgát frá Víðivöllum fremri Brún Equsana
14 Á Guðbrandur Magnússon Straumur frá Valþjófsstað 2 Brúnn Equsana
15 At Ásta Björnsdóttir Sunna frá Austurási Leirljós Austurás/Sólvangur
15 Á Svenja Kohl Polka frá Tvennu Rauðblesótt Austurás/Sólvangur
16 At Klara Sveinbjörnsdóttir Snægrímur frá Grímarsstöðum Brúnn Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún
16 Á Svandís Lilja Stefánsdóttir Brjánn frá Eystra-Súlunesi I Rauður Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún
17 At Alma Gulla Matthíasdóttir Neisti frá Strandarhjáleigu Rauðstjörnóttur Töltrider
17 Á Hulda Jónsdóttir Flóki frá Strandarhjáleigu Rauðstjörnóttur Töltrider
18 At Telma Tómasson Baron frá Bala 1 Móálóttur Heimahagi
18 Á Halldór Gunnar Victorsson Von frá Bjarnanesi Rauð Heimahagi
19 At Ásmundur Ernir Snorrason Dökkvi frá Strandarhöfði Brúnn Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð
19 Á Matthías Elmar Tómasson Austri frá Svanavatni Jarpur Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð
20 At Sigvaldi Lárus Guðmundsson Lottó frá Kvistum Brúnstjörnóttur Fet/Kvistir
20 Á Elín Hrönn Sigurðardóttir Nói frá Hrafnsstöðum Brúnn Fet/Kvistir
21 At Davíð Jónsson Ólína frá Skeiðvöllum Brúnn Húsasmiðjan
21 Á Katrín Sigurðardóttir Yldís frá Hafnarfirði Grár Húsasmiðjan
22 At Eva Dyröy Sesar frá Þúfum Brúnn Vöðlar/Snilldarverk
22 Á Pernille Moelgaard Nielsen Bikar frá Sperðli Móálóttur Vöðlar/Snilldarverk